Nýr fræðsluvefur um kannabis

Home / Fréttir / Nýr fræðsluvefur um kannabis

Arnar Jan Jónsson læknir hefur í samstarfi við Engilbert Sigurðsson og Heru Birgisdóttur búið til nýjan fræðsluvef um kannabis og skaðsemi þess. Aðstandendur síðunnar er Fræðslufélag fagfólks um kannabisneyslu, en það samanstendur af læknum, læknanemum og hjúkrunarfræðingi. Markmið félagsins er að stuðla að auknum forvörnum gegn notkun kannabis.

Hér er hægt að lesa meira um aðdraganda þess að þessi síða varð til.