OLNBOGABÖRNIN

Aðstandendur ungmenna með áhættuhegðun

TILKYNNINGAR

UM FÉLAGIÐ

Samtökin Olnbogabörnin voru sett á stofn sem vettvangur fyrir aðstandendur unglinga í áhættuhegðun. Með áhættuhegðun er meðal annars átt við misnotkun vímuefna, afbrot og tengdar athafnir. Tilgangurinn er að koma fram með málefnalega umræðu og beita yfirvöld þrýstingi til að bæta úrræði í meðferðarmálum ungs fólks, efla forvarnir og auka stuðning.

Reynslusögur frá fyrstu hendi eru vel þegnar en við biðjum um að þær séu settar fram á þann hátt að ekki sé mögulegt að bendla ákveðna aðila við atvik eða atburði. Þeir sem vilja senda inn sína sögu geta sent hana með tölvupósti á netfangið olnbogabornin@olnbogabornin.is og við munum birta hana hér á síðunni.