Um félagið

Home / Um félagið

 Á vordögunum 2013 tók hópur mæðra sig saman og fannst tími til kominn að reyna að ýta á eftir betri úrræðum fyrir börn og ungmenni með áhættuhegðun. Allar hafa þessar mæður reynslu af að berjast í gegnum kerfið með börn í fíkniefnaneyslu og annars konar áhættuhegðun. Þannig varð félagið Olnbogabörnin til og er stefnan sú að vera með málefnalega umræðu og beita yfirvöld þrýstingi til að bæta úrræði í meðferðarmálum ungs fólks, efla forvarnir og auka stuðning.

 • Félagið stofnað vorið 2013
 • 7 mæður, börn í neyslu, eða verið í neyslu ásamt annarri áhættuhegðun, reynsla af að berjast í gegnum kerfið.
 • Fannst vanta fleiri og betri úrræði í meðferðarmálum barna og ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Þörf á opnari umræðu og fræðslu.
 • Félagið hugsað sem þrýstihópur.
 • Settum saman stefnuskrá, metnaðarfull og stór, en með okkar óskasýn
 • Upplýsingar um félagið ásamt stefnuskránni er að finna á heimasíðu okkar, olnbogabornin.is, einnig opnuðum við facebook síðu.
 • Facebook síðan hugsuð fyrst og fremst sem almenn upplýsinga- og umræðusíða fyrir aðstandendur og aðra sem áhuga hafa á málefininu. Fólk getur komið með fyrirspurnir, fengið fréttir af starfi félagsins, fjallað um almenna umræða í þjóðfélaginu o.s.frv.
 • Félagið hefur m.a. verið með umræðu í fjölmiðlum, viljum vekja athygli á vandanum og draga úr fordómum.
 • Ekki hægt að gera allt í einu, fókuseruðum fyrst á geðheilbrigðismál barna og ungmenna með neysluvanda, mjög sterk tengsl, en margar brotalamir í kerfinu.
 • Málþing ásamt Geðhjálp í okt. 2014, fagaðilar frá ýmsum stofnunum plús að foreldrar og ungmennin sjálf tóku til máls. Nýlega morgunverðarfundur til að fylgja málþinginu
 • Frá því að félagið hóf störf hafa einhverjar breytingar orðið og ýmislegt er í gangi.
  • Breyting á neyðarvistun komin í gegn, hægt að aldurs- og kynjaskipta að einhverju leyti og pláss fyrir fleiri ungmenni en áður var.
  • k. fjölkerfameðferð (MST), hugsað fyrir unglinga með alvarlegan hegðunarvanda er nú í boði um allt land, ekki bara á suðvesturhorninu eins og áður var.
  • MST á nú að útfæra betur og sérsníða fyrir unglinga með fíkniefnavanda (ekki til áður).
  • Tillaga hefur verið sett fram hjá BVS um nýja meðferðarstofnun á höfuðborgarsvæðinu fyrir alvarlegustu tilvikin.
  • Vinna er í gangi á vegum velferðarráðuneytis um mótun geðheilbrigðisstefnu, sem og starfshópur sem vinnur að mótun stefnu til að draga úr skaða af völdum fíkniefnaneyslu og aukna aðstoð og stuðning við fíkla og fjölskyldur þeirra.
  • Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur sett af stað teymi sem hefur það hlutverk að auka stuðning við börn og ungmenni á grunnskólaaldri með fjölþættan vanda, þar með talið vímuefnavanda.
  • Lögreglan hefur undanfarna mánuði verð með sérverkefni í gangi tengt „týndum börnum“.
  • Áhugi og þörf virðist vera fyrir þjónustumiðstöð, þó svo bein vinna sé ekki komin af stað, þannig að fólk þurfi ekki að hringsólast fram og til baka í kerfinu, erfitt að átta sig á öllum öngunum.
  • Við upplifum meiri viðurkenningu á vandanum, t.d. eru mikil umskipti við 18 ára aldur, vantar meira aðhald og samfellu í meðferð þessara ungmenna.
 • Viljum sjá verkin tala, ekki bara falleg orð, munum halda áfram umræðunni.