Dróninn kominn í réttar hendur!

Home / Fréttir / Dróninn kominn í réttar hendur!
20161018_205847

Á myndinni má sjá Guðmund taka á móti drónanum, en með honum eru þær Lilja og Erna Björk.

Við tilkynnum með stolti að í gærkvöldi áttum við frábæran fund með Guðmundi Fylkissyni varðstjóra og afhentum honum Phantom 4 dróna ásamt tösku sem safnað var fyrir á síðunni okkar!  Það er ljóst að dróninn mun koma af góðum notum í leit að týndu börnunum okkar.  Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu tækisins, en við erum einnig að vinna að fréttatilkynningu sem verður send út vegna þessa.

Í ljós kom að iPad þarf til stjórnunar drónanum og ákvað stjórn Olnbogabarna því að styrkja verkefnið einnig með slíku tæki, en peningur sem safnast hefur m.a. með styrkjum frá Reykjavíkur maraþoni mun nýtast til þessa.

Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir hjálpina og sérstakar þakkir fá stelpurnar hjá Ráðgjafa- og þekkingarmiðstöðinni Berg fyrir veitta aðstoð!  Einnig þökkum við Dronefly.is og Epli fyrir að þeirra þátt en við fengum góðan afslátt í þágu málefnisins.

kveðja
Stjórn Olnbogabarna

Arna Sif
Erna Björk
Erna Marín
Ingveldur
Íris
Lilja
Steinunn