Söfnum fyrir dróna að gjöf handa lögreglunni

Home / Fréttir / Söfnum fyrir dróna að gjöf handa lögreglunni

Við í stjórn Olnbogabarna leituðum eftir hugmyndum frá Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni um hvernig við gætum komið til liðs við þau í leitarverkefninu Týndu börnin.

Taldi hann það geta nýst þeim mjög vel að fá dróna til notkunar við leit, en nú sérstaklega á sumarmánuðum hefur lögreglan þurft að leita að ungmennunum okkar á opnum svæðum þar sem auðvelt er að láta sig hverfa. Fer í þetta langur tími en eins og við vitum er mjög mikilvægt að þau finnist eins fljótt og kostur er.

Okkur langar að óska eftir ykkar hjálp við að fjármagna drónann, en sá sem þau vilja kostar með öllu 375 þúsund krónur.

Margt smátt gerir eitt stórt!!

Söfnunin er hér:   https://www.generosity.com/community-fundraising/droni-fyrir-verkefni-logreglunnar-tyndu-bornin/x/14431282