Lögbann á starfsemi meðferðarúrræðis í Þingavaði

Home / Fréttir / Lögbann á starfsemi meðferðarúrræðis í Þingavaði

Í gær birtust fréttir þess efnis að Sýslumaður hafi samþykkt lögbann á starfsemi meðferðarúrræðis sem beðið hefur verið eftir síðan í apríl á þessu ári.  Þykir okkur þetta lýsa gríðarlegri fáfræði og fordómum gagnvart börnum í vanda, veikum börnum! Hér er ekki verið að tala um börn í neyslu heldur búsetuúrræði EFTIR meðferð til að styðja við þau út í lífið á ný! Mjög gott dæmi um NIMBY áhrifin, Not In My Backyard!

Við í stjórn Olnbogabarna höfum sett okkur í samband við Sýslumann og óskað eftir nánari upplýsingum um ástæður þess að lögbann var samþykkt.

Umfjöllun mbl.is um málið:

Fengu lögbann á starfsemina

Óttuðust ónæði af stuðningsheimilinu