Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“.

Home / Fréttir / Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“.

Þann 28. apríl næstkomandi munu hin ýmsu samtök standa að lausnaþingi sem ber yfirskriftina:

Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“. Hvað getum við gert og hvers vegna er það mikilvægt?

Það hefur lengi verið vitað að þegar börn með einhvers konar sérstöðu passa ekki í „kassann“ á kerfið erfitt með takast á við það. Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga, annað og þriðja þjónustustig, staðfesti það sem fagfólk og aðstandendur hafa lengi vitað. Kerfið er ekki alltaf að virka rétt. Börn eru allt of lengi á biðlistum og á meðan gerist oft lítið eða ekkert í þeirra málum, þroska þeirra og námi.

Nú er komið að því að skoða hvað hægt er að gera.

Olnbogabörnin eru stolt af því að taka þátt í því að gera þetta lausnaþing mögulegt, en þau samtök sem standa að þinginu eru:

SAMFOK,
ADHD samtökin,
Barnaheill – Save the Children á Íslandi,
Einhverfusamtökin,
Félag skólastjórnenda í Reykjavík,
Heimili og skóli,
Landssamtökin Þroskahjálp,
Olnbogabörn,
Sjónarhóll,
Umhyggja og
UNICEF

Skráning á þingið fer fram hér: Skráning