20. febrúar 2018
Guðrún Hálfdánardóttir blaðakona á Mbl.is á heiðurinn af þessari vönduðu umfjöllun um Olnbogabörnin okkar, hvet alla til að lesa!!
Allar greinarnar eru aðgengilegar á https://www.mbl.is/frettir/malefni/bornin_okkar_og_urraedin/
Við erum að tala um börnin okkar – mbl
Var með barnið á heilanum – mbl.is
Líf heillar fjölskyldu í húfi – mbl
Börnin sem kerfið týndi – mbl „
Við erum í kapphlaupi við tímann“ – mbl.is „
Svo gerist ekkert í kjölfarið“ – mbl „
Ég man ekki hvernig hann hlær“ – mbl.is „
Er þetta ekki bara frekja_“ – mbl.is
Birt 13.03.2017 á mbl.is
Meðferðarheimili barna í óvissu
- Hugmyndir um að byggja meðferðarheimili fyrir börn í afbrotum og með fjölþættan vanda hafa velkst í kerfinu í sex ár • Erfitt að finna slíkri starfsemi stað • Brýn þörf, segir umboðsmaður barna
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is
Hugmyndir um að byggja meðferðarheimili fyrir börn í Reykjavík hafa verið uppi síðan 2011. Hinsvegar hefur gengið hægt að finna stað fyrir heimilið og koma verkefninu af stað.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Hugmyndir um að byggja meðferðarheimili fyrir börn í Reykjavík hafa verið uppi síðan 2011. Hinsvegar hefur gengið hægt að finna stað fyrir heimilið og koma verkefninu af stað. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir nauðsynlegt að opna meðferðarheimili með stigskiptri meðferð hérlendis.
Hingað til hafa börn sem leiðst hafa út í afbrot verið vistuð á meðferðarstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins og segir Bragi nauðsynlegt að slík aðstaða verði á höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við sérfræðinga. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, tekur undir með Braga og segir brýnt að verkefnið fari að klárast. „Ég hef gagnrýnt í mörg ár að það vanti meðferðarheimili fyrir börn. Þörfin er brýn,“ segir Margrét.
Langur aðdragandi
„Málið á sér langan aðdraganda. Árið 2011 lagði Barnaverndarstofa fram tillögur til velferðarráðuneytisins um almennar endurbætur á meðferðarkerfinu. Þar var ein megintillagan sú að koma á fót stofnun sem byði upp á það sem er kallað stigskipt meðferð. Þar væri hægt að taka til meðferðar einstaklinga sem glíma við fjölþættan vanda, t.d. vímuefnavanda og geðræn vandamál, og eru í afbrotum,“ segir Bragi. Hann segir að hugmyndin hafi einnig snúist um að stofnunin gæti tekið á móti börnum sem brjóti af sér og þurfi að vera í lokuðum aðstæðum. „Þannig væri hægt að vera með stofnun sem gæti tekið á móti börnum með ólík vandamál en þau gætu fengið einstaklingsmiðaða meðferð. Við lögðum til að hún yrði á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja nægilegt aðgengi sérfræðinga á sviði meðferðar og heilbrigðisþjónustu,“ segir Bragi.
Samningur við Háholt
Í kjölfar þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013 voru tillögurnar endurnýjaðar og ákveðið var að einstaklingar undir sakhæfisaldri, sem brjóta af sér, yrðu vistaðir á meðferðarheimilinu í Háholti í Skagafirði. „Það voru allir sammála um, á þeim tíma, að það væri bráðabirgðalausn. Gerður var samningur við þá aðila sem reka það meðferðarheimili en sá samningur rennur út í haust,“ segir Bragi.
Barnaverndarstofa hefur útfært tillögur sínar til Velferðarráðuneytisins undanfarin tvö ár og í fyrra var samþykkt að hefja undirbúning að meðferðarstofnun fyrir börn. Fjármálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að fyrst ætti að reyna að finna húsnæði sem gæti nýst við þessa tilteknu starfsemi og var þá auglýst eftir leiguhúsnæði. Þær auglýsingar báru ekki árangur.
„Á síðasta ári vorum við í talsverðu samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins um útfærslu á þessum tillögum. Barnaverndarstofa lagði til að farið yrði í nýbyggingar og er það okkar skilningur að Framkvæmdasýslan væri sammála því,“ segir Bragi. Hann á von á að setjast niður með nýjum velferðarráðherra á næstu vikum og fara yfir þessi mál. Fé var veitt til þessa í ár, en velferðarráðuneytið þarf hins vegar að endurnýja beiðni Framkvæmdasýslu ríkisins um auglýsingu eftir lóð.
Illa gengur að finna stað
Á síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir að veita fé til að hægt væri að hefja undirbúning meðferðarheimilisins. Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslu ríkisins bárust þrjú tilboð um húsnæði undir heimilið, en ekkert þeirra uppfyllti þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi sem þessarar. Eitt húsið var of lítið, annað var of nálægt umferðareyju og kom því ekki til greina vegna hávaða og það þriðja var viðbygging við Egilshöll sem kom ekki til greina vegna staðsetningarinnar, að mati fulltrúa Barnaverndarstofu. Framkvæmdasýsla ríkisins mat því stöðuna þannig að auglýsa þyrfti aftur og annaðhvort breyta skilmálum eða byggja nýtt húsnæði. Það er velferðarráðuneytið sem þarf að taka ákvörðun um framhaldið og tryggja fjármagn.