Fóstur

Um fóstur er ræða þegar barnaverndarnefnd felur fósturforeldrum forsjá eða umsjá barns. Ástæður þess geta hvort sem er verið erfiðleikar barns, að uppeldisaðstæðum þess sé áfátt, eða hvoru tveggja. Þær fósturráðstafanir sem um getur verið að ræða eru tímabundið fóstur, varanlegt fóstur og styrkt fóstur.

Tímabundið fóstur: Barni er komi í tímabundið fóstur þegar ætla má að unnt verði að bæta úr því ástandi sem var tilefni fóstursins innan takmarkaðs tíma þannig að það geti snúið heim að nýju. Hámarkslengt tímabundins fóstur er að öllu jöfnu eitt ár, en hægt er að framlengja við sérstakar kringumstæður.

Varanlegt fóstur: Um varanlegt fóstur er að ræða þegar barni er komið í fóstur þar til það verður sjálfráða. Barni skal komið í varanlegt fóstur þegar aðstæður þess kalla á að það alist upp hjá öðrum en foreldrum sínum. Markmiðið með slíkri ráðstöfun er að tryggja fósturbarni viðeigandi uppeldisaðstæður og gefa því tækifæri á að mynda varanleg tengsl við fósturforeldra.

Styrkt fóstur: Með styrktu fóstri er átt við sérstaka umönnun og þjálfun barns á fósturheimili í takmarkaðan tíma, að hámarki tvö ár. Gjarnan er um að ræða börn sem eiga við íþyngjandi tilfinninga- og hegðunarvanda að etja sem ekki hefur tekist að vinna bug á með öðrum og vægari hætti. Gert er ráð fyrir því að annað fósturforeldra tileinki sig verkefninu að fullu, hlutverk þess sé metið sem „fullt starf“.

Nánari upplýsingar hér: http://www.bvs.is/fagfolk/urraedi-barnaverndarstofu/styrkt-fostur/