Ljósbrot

Lýðheilsusetrið Ljósbrot
Síðumúla 13, 108 Reykjavík,
sími 555-4150, gsm 824-8830
ljosbrot@lydheilsusetur.is

Lýðheilsusetrið Ljósbrot, heilsueflandi náms- starfsendurhæfing og eftirmeðferð.

Unnið er eftir HOLOS hugmyndakerfi sem lítur til allra þarfa nemendanna.
HOLOS er sniðið að þörfum ungs fólks á aldrinum 18–25 ára sem hafa misst fótana í lífinu vegna brottfalls úr námi/starfi, sjúkdóma, fíkniefnaneyslu eða annarra áfalla og vilja stefna út á vinnumarkaðinn eða í frekara nám.  Ljósbrot bjóða upp á mismunandi brautir eftir því hvort þörf sé á námi, starfsendurhæfingu eða eftirmeðferð.  Flestir nemar Ljósbrots hafa ekki mikla reynslu af vinnumarkaði. Því er litið til þess að þjálfa þau frá grunni til starfa.

Mikilvægi heilsu til að tryggja vinnu og starfshæfni.

Byggt er á lýðheilsulegum sjónarmiðum og heilsueflingu þar sem unnið er með mikilvægi næringar, hreyfingar, líðan og lífsstíls.

Næring: Kennd er mikilvægi hollrar næringar: Innkaup, matreiðsla og heimilisfræði. Nemarnir fá hollan mat alla daga.

Hreyfing: Jóga, gönguferðir, VBC þjálfun sem samþættir tilfinningavinnu og hreyfingu.

Líðan: Einstaklingsviðtöl og hópavinna í umsjá sálfræðinga, djákna og annars fagfólks. Markþjálfun í sporavinnu, úrvinnsla tilfinninga, sorgar, áfalla og reiði, hugrækt, HAM, Mindfulness, slökun og íhugun.

Lífsstíll: Fjármálalæsi, hreinlæti, framkoma, snyrting, heimilisfræði, sjálfsstyrking, valdefling, markmiðasetning, uppeldisfræði og líkamsvitund.

Nám og kennsla: Kennari og náms- og starfsráðgjafi meta stöðu og þau tækifæri sem eru til náms eða starfsþjálfunar.

  • Skólalotan: Undirbúningur og stuðningur í námi. Áhugasvið og hæfni metin.
  • Vinnulotan: Undirbúningur fyrir störf og atvinnuleit. Réttindi og skyldur, ferilskrágerð, hlutverkaleikir í atvinnuviðtölum. Umsóknir um störf.
  • Meðferðarlotan: Þrjár átta vikna miskrefjandi lotur. Loturnar skiptast í hópvinnu, einstaklingsviðtöl og liðveislu.
  • Fjölskylda og aðstandendur: Ráðgjöf og fjölbreytt kvöld- og helgarnámskeið.

Innritun einstaklinga

Einstaklingur (nemi) fær fastan ráðgjafa sem heldur utan um öll hans mál. Í upphafi setur neminn sér nokkur einstaklingsbundin markmið s.s. í næringu, hreyfingu, líðan, lífsstíl, námi og til atvinnuþátttöku. Þverfaglegt teymi fer yfir markmið hvers og eins og aðstoðar við að uppfylla þau. Í teymunum eru ráðgjafar, sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar, fjölskylduráðgjafar, þerapistar (list), kennarar, íþróttaþjálfarar og náms- og starfsráðgjafar. Einnig er samstarf við fulltrúa á sviði íþrótta og tómstunda og viðburðastjóra hjá ýmsum stofnunum.

Gert er mat á árangur nema eftir: 8 vikur, 16 vikur og 24 vikur.

Notuð eru ýmis viðurkennd mælitæki við mat á árangri auk þess sem nemandinn er metin út frá ástundun, stundvísi, áhuga, starfshæfni, félagshæfni, námsgetu og sjálfstæði.

Enn er verið að vinna að heimasíðu Lýðheilsusetursins, en hægt er að skoða facebook síðu setursins hér.