Stuðlar

Stuðlar

Starfsemi Stuðla skiptist í tvennt. Annars vegar meðferðardeild, þar sem fram fer greining og meðgerð, og hinsvegar neyðarvistun.

 

Meðferðardeild: Á meðferðardeid eru rými fyrir sex börn í senn og er meðferðartími að jafnaði 6 – 8 vikur. Á Stuðlum fer fram greining á vanda barns og meðferð. Í meðferðinni er notað atferlismótandi þrepa- og stigakerfi. Byggt er á einstaklings- og fjölskylduviðtölum, sálfræðiathugunum og úrvinnslu upplýsinga t.a.m. frá barnaverndarnefndum, fyrri meðferðaraðilum og skóla. Þá eru samskipti barns, líðan þess og viðhorf mikilvægir þættir í meðferðinni. Í meðferðinni er reynt að auka félagsfærni, sjálfstjórn og hæfni til að nýta eigin styrkleika.

 

Neyðarvistun: Á neyðarvistun geta Barnaverndarnefndir bráðavistað börn á aldrinum 13 – 18 ára. Að hámarki er hægt að vista sex börn í einu á neyðarvistun, Neyðarvistun er úrræði sem barnaverndarstarfsfólk getur notað til að tryggja öryggi barna vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunarerfiðleika meðan önnur úrræði eru undirbúin. Hámarkstími vistunar er 14 dagar.

 

Nánari upplýsingar: http://www.bvs.is/fagfolk/urraedi-barnaverndarstofu/medferdarheimili/studlar/