Vinakot

Vinakot starfrækir búsetuúrræði, heimaþjónustu og inngripsteymi ætlað börnum og ungmennum upp að 20 ára aldri sem eru að glíma við fjölþættan vanda. Þessi vandi getur falið í sér hegðunarvanda, vímuefnavanda, geðsjúkdóma, fatlanir og þroskafrávik. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og unnin í samráði og samstarfi við alla málsaðila.  Markhópur Vinakots tilheyrir ýmist málefnum fatlaðra og/eða barnavernd og koma víða að.

Vinakot rekur þrjú heimili í dag tvö eru staðsett í Hafnarfirði og hitt í Kópavogi.
Vinakot eru með stóran hóp starfsmanna sem hafa fjölbreytta menntun og/eða mikla reynslu og þekkingu í umönnun og meðhöndlun barna og unglinga með fjölþættan vanda og eru t.d. í sjálfsskaða, vímuefnavanda, með hegðunarvanda, geðrænan vanda og hin ýmsu frávik og fatlanir s.s. einhverfu, ADHD, mótþróaröskun og fl.

Ásamt því að vera með hefðbundna búsetu og heimaþjónustu hefur Vinakot svigrúm og fólk til að mæta hinum ýmsu verkefnum og aðlaga þjónustuna eftir þörfum hverju sinni. Starfsmenn Vinakots vilja mæta vandanum með sveigjaleika, fagmennsku og árangri og sníða tillögur/úrræði vegna mála á skömmum tíma í samræmi við þjónustuþörfina hverju sinni.

Vinakot er með heimasíðu þar sem hægt er að finna frekari upplýsingar www.vinakot.is. Einnig má hafa samband á netfangið johanna@vinakot.is eða adalheidur@vinakot.is.