Foreldrahús eru samtök sem miða að því að aðstoða fjölskyldur sem eiga börn og unglinga í einhverskonar vanda. Starfsemi Foreldrahúss skiptist í tvo megin flokka, forvarnir og ráðgjöf.
Í Foreldrahúsi starfa sérhæfðir ráðgjafar og er m.a. boðið upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga, viðtöl og stuðningshópa fyrir foreldra, sem og fyrir börnin sjálf.
Einnig er starfræktur ráðgjafasími fyrir foreldra/aðstandendur, sem opinn er allan sólarhringinn: 511-6160 á dagvinnutíma, en 581-1799 eftir lokun skrifstofu.
Barnaverndarnefnd aðstoðar oft með greiðslur fyrir viðtöl og/eða námskeið sem Foreldrahús býður upp á, ef barnið er komið í barnaverndarkerfið.