Lausnin er fjölskyldumiðstöð sem býður upp á ráðgjöf, námskeið, hópavinnu og fyrirlestra. Sem dæmi má nefna:
- Námskeið fyrir börn 9-11 ára: Minn besti vinur er ég / Mín besta vinkona er ég.
Unnið er með sjálfsmynd, tilfinningagreind, slökunaröndun og fleira. Hentar öllum börnum, ekki síst börnum með kvíða.
Umsjón: Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur.
- Námskeið fyrir 16-18 ára ungar konur með kvíða og þunglyndi.
Lokaður hópur þar sem unnið er með kvíða, slökunaröndun, meðvirkni og gildi.
Umsjón: Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur.
- Boðið er upp á viðtöl hjá reyndum ráðgjöfum vegna áhættuhegðunar barna og einnig viðtöl við börn/unglinga vegna fíknivanda, áfalla, meðvirkni, kvíða og fleira.
- Til stendur að bráðlega verði boðið upp á námskeið fyrir börn/unglinga með áhættuhegðun og mun það verða auglýst á heimasíðu Lausnarinnar.
Umsjón Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri Marítafræðslu.
- Einnig verður boðið upp á fræðslukvöld fyrir foreldra sem auglýst verða sérstaklega.
- Reglulega eru haldin námskeið um meðvirkni sem ýmist eru eitt kvöld, helgi eða fimm dagar og eru auglýst á heimasíðu Lausnarinnar.