Fréttir og tilkynningar

Home / Um félagið / Fréttir og tilkynningar

Lögbann á starfsemi meðferðarúrræðis í Þingavaði

0
0
Í gær birtust fréttir þess efnis að Sýslumaður hafi samþykkt lögbann á starfsemi meðferðarúrræðis sem beðið hefur verið eftir síðan í apríl á þessu ári.  Þykir okkur þetta lýsa gríðarlegri fáfræði og fordómum gagnvart börnum í vanda, veikum börnum! Hér er ekki verið að tala um börn í neyslu [...]

Olnbogabörnin á Facebook

0
0
Við erum með stóran virkan hóp þar sem okkar vinna fer fram á facebook, endilega bætið ykkur í hópinn og takið þátt í að knýja fram úrbætur í málefnum barna í vanda!! https://www.facebook.com/groups/olnbogabornin/

Opinn fundur um málefni barna í vanda!

0
0
Í kvöld, mánudaginn 27. nóvember kl. 21:00 að Stangarhyl 7 verður haldinn fundur um málefni barna í vanda!! Við viljum leggja aukið púður í baráttuna fyrir bættum úrræðum fyrir börnin okkar og leitum því til ykkar sem látið ykkur málefnið varða! Saman verðum við sterkari og háværari ! Endilega [...]

Dróninn kominn í réttar hendur!

0
0
Við tilkynnum með stolti að í gærkvöldi áttum við frábæran fund með Guðmundi Fylkissyni varðstjóra og afhentum honum Phantom 4 dróna ásamt tösku sem safnað var fyrir á síðunni okkar!  Það er ljóst að dróninn mun koma af góðum notum í leit að týndu börnunum okkar.  Meðfylgjandi mynd er tekin við [...]

Drónasöfnun fer að ljúka!

0
0
Söfnunin okkar hefur ekki alveg gengið samkvæmt vonum.  Við vorum beðnar um að halda henni opinni fram yfir mánaðamótin og munum við gera það, en stefnum á að loka henni sunnudaginn 2. október.  Ábending kom einnig um að gera reikningsnúmer meira áberandi en ekki allir hafa tök á því að nota [...]

Söfnum fyrir dróna að gjöf handa lögreglunni

0
0
Við í stjórn Olnbogabarna leituðum eftir hugmyndum frá Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni um hvernig við gætum komið til liðs við þau í leitarverkefninu Týndu börnin. Taldi hann það geta nýst þeim mjög vel að fá dróna til notkunar við leit, en nú sérstaklega á sumarmánuðum hefur lögreglan þurft [...]

Styrkur frá Arion banka

0
0
Nýlega átti starfsmannafélag Arion banka 80 ára afmæli og af því tilefni ákvað bankinn að leggja fram 25 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann sem renna munu til góðgerðarmála sem tengjast börnum. Hver og einn starfsmaður fékk tækifæri til að velja félag og var félagið okkar svo heppið að hljóta [...]