Fréttir og tilkynningar

Home / Um félagið / Fréttir og tilkynningar

Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands

0
0
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á [...]

Móðir tilkynnti sig til barnaverndar

0
0
Sláandi frétt sem sýnir stöðu mála í kerfinu! https://www.visir.is/g/2019190828927/modir-tilkynnti-sig-til-barnaverndar- Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. [...]

Lögbann á starfsemi meðferðarúrræðis í Þingavaði

0
0
Í gær birtust fréttir þess efnis að Sýslumaður hafi samþykkt lögbann á starfsemi meðferðarúrræðis sem beðið hefur verið eftir síðan í apríl á þessu ári.  Þykir okkur þetta lýsa gríðarlegri fáfræði og fordómum gagnvart börnum í vanda, veikum börnum! Hér er ekki verið að tala um börn í neyslu [...]

Olnbogabörnin á Facebook

0
0
Við erum með stóran virkan hóp þar sem okkar vinna fer fram á facebook, endilega bætið ykkur í hópinn og takið þátt í að knýja fram úrbætur í málefnum barna í vanda!! https://www.facebook.com/groups/olnbogabornin/

Opinn fundur um málefni barna í vanda!

0
0
Í kvöld, mánudaginn 27. nóvember kl. 21:00 að Stangarhyl 7 verður haldinn fundur um málefni barna í vanda!! Við viljum leggja aukið púður í baráttuna fyrir bættum úrræðum fyrir börnin okkar og leitum því til ykkar sem látið ykkur málefnið varða! Saman verðum við sterkari og háværari ! Endilega [...]

Dróninn kominn í réttar hendur!

0
0
Við tilkynnum með stolti að í gærkvöldi áttum við frábæran fund með Guðmundi Fylkissyni varðstjóra og afhentum honum Phantom 4 dróna ásamt tösku sem safnað var fyrir á síðunni okkar!  Það er ljóst að dróninn mun koma af góðum notum í leit að týndu börnunum okkar.  Meðfylgjandi mynd er tekin við [...]

Drónasöfnun fer að ljúka!

0
0
Söfnunin okkar hefur ekki alveg gengið samkvæmt vonum.  Við vorum beðnar um að halda henni opinni fram yfir mánaðamótin og munum við gera það, en stefnum á að loka henni sunnudaginn 2. október.  Ábending kom einnig um að gera reikningsnúmer meira áberandi en ekki allir hafa tök á því að nota [...]