Olnbogabörnin urðu þess heiðurs aðnjótandi að hljóta Samfélagsstyrk Landsbankans í desember 2014. Upphæð styrksins var kr. 500.000 og mun koma að góðum notum við endurbyggingu á vefsíðu félagsins.
Á Þorláksmessu 2014 voru Sober Riders MC að gefa Andskötusúpu á Laugaveginum og óskuðu þeir eftir styrkjum fyrir Olnbogabörnin. Fulltrúar stjórnar Olnbogabarnanna tók á móti styrk að upphæð 200.000 krónur.
Aðrið styrktar aðilar eru Prentmet, Te og Kaffi og einnig hafa heilmargir hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni og safnað fyrir okkur á hlaupastyrkur.is.
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir