Viðtal við stjórnarmenn Olnbogabarna um samtökin

Home / Viðtöl og fjölmiðlaumfjöllun / Viðtal við stjórnarmenn Olnbogabarna um samtökin

Viðtalið birtist í Kjarnanum þann 23.01.2014

Auðginnt er barn í bernsku sinni. Svo segir málshátturinn. Börnin okkar treysta á okkur að vísa þeim veginn, vernda þau frá illu og vera til staðar fyrir þau þegar eitthvað bjátar á. Því miður geta foreldrar ekki alltaf komið börnum sínum til hjálpar eða veitt þeim þá aðstoð sem þau þurfa til að fóta sig í lífinu. En oftast skortir ekki viljann til að hjálpa.

Mörg börn á Íslandi glíma við geðsjúkdóma og því miður fíkniefna- og/eða vímuefnavanda þeim samhliða. Nú er það svo að börnin okkar eru ginnkeyptari fyrir freistingum ef þau eru veik fyrir á svellinu, meðal annars vegna geðsjúkdóma eða félagslegra vandamála. Þá er það okkar samfélagsins að grípa þau þegar þau falla.

Olnbogabörnin eru samtök sem var nýverið hleypt af stokkunum. Í stjórn samtakanna sitja sex konur sem allar eiga börn sem lent hafa á glapstigum og verið í neyslu fíkniefna. Undirritaður settist niður með Lilju Sigurðardóttur, formanni stjórnar Olnbogabarnanna, og Írisi Stefánsdóttur, sem á sæti í stjórn samtakanna, til að ræða um týndu börnin okkar.

 

Vilja beita yfirvöld þrýstingi um úrbætur

Samtökin Olnbogabörnin voru sett á fót sem vettvangur fyrir aðstandendur unglinga með áhættuhegðun. Einstaklingur með áhættuhegðun er líklegri til að neyta fíkniefna, fremja afbrot og stunda aðrar tengdar athafnir. Tilgangurinn með stofnun samtakanna er að efla málefnalega umræðu um málaflokkinn og beita yfirvöld þrýstingi til að bæta úrræði í meðferðarmálum barna í þessum áhættuhópi, efla forvarnir og auka stuðning við aðstandendur.

„Við í stjórninni erum allar mæður sem eigum börn sem Viðtal Ægir Þór Eysteinsson „Langflestar stúlkur sem leiðast út í svo mikla neyslu lenda í ógeðslegu ofbeldi. Þær átta sig meira að segja ekki einu sinni sjálfar á því að það sé verið að misnota þær. Þær lenda oft og tíðum í greipum eldri manna sem halda að þeim fíkniefnum í annarlegu ástandi svo þeir geti misnotað þær.“ Smelltu til að heimsækja vefsíðu Olnbogabarnanna annaðhvort eru í fíkniefnaneyslu eða hafa verið í fíkniefnaneyslu og við höfum allar rekið okkur á það í kerfinu að þar er margt sem er ekki nógu gott eða vantar upp á. Foreldrar þessara barna eru oftast í flækju og vita oft og tíðum ekki hvert þeir eiga að leita. Við vildum stofna hóp sem myndi styðja við þá og knýja um leið á úrræði,“ segir Lilja Sigurðardóttir.

Hugmyndin að samtökunum kviknaði árið 2010 en það var ekki fyrr en á vordögum í fyrra að hópurinn ákvað að lengur yrði ekki við unað. Það var eftir umfjöllun fjölmiðlamannsins Jóhannes Kr. Kristjánssonar í apríl, þar sem birtist frásögn móður sem kvaðst hafa þurft aðstoð handrukkara við að ná fimmtán ára dóttur sinni út úr dópgreni.

„Þetta er ein skelfilegasta birtingarmynd þess sem við erum að glíma við. Á meðan börnin okkar fá ekki viðunandi aðstoð liggja þau útúrdópuð í ógeðslegum dóppartíum. Það er hræðileg tilhugsun að vita af barninu sínu í slíkum félagsskap, svo ekki sé talað um ofbeldið sem þau flest þurfa að upplifa á slíkum stöðum,“ segir Íris.

 

Týndu stúlkurnar mikið áhyggjuefni

Í þriðju útgáfu Kjarnans, sem kom út 5. september í fyrra, var fjallað um skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra þar sem kynferðislegt ofbeldi gegn ungum stúlkum sem leiðst hafa út í fíkniefnaneyslu var gert að sérstöku umfjöllunarefni. Var það í fyrsta skiptið sem embættið sá ástæðu til að minnast sérstaklega á þessa skuggahlið fíkniefnaneyslunnar hér á landi í skýrslu sinni, sem hefur komið út reglulega undanfarin ár. Í grein Kjarnans lýsti Ásgeir Karlsson, yfirmaður Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, því hvernig kornungum stúlkum væri misþyrmt kynferðislega í fíknefnapartíum þar sem dæmi væru um að margir menn níddust á sömu stúlkunni á sama tíma.

Þær Lilja og Íris hjá Olnbogabörnum segja dætur sínar hafa sagt sér frá sambærilegum fíkniefnapartíum, en þær létu sig oft hverfa svo dögum skipti þegar þær voru í neyslu. Dætur þeirra beggja hafa blessunarlega snúið við blaðinu. „Það er svo erfitt að lýsa því sem maður gengur í gegnum þegar barnið manns hverfur, jafnvel í marga daga. Eftir ákveðinn tíma fer maður bara að dofna upp, maður hálfpartinn lamast af áhyggjum og verður máttlaus,“ segir Lilja. Íris tekur í sama streng. „Þó að maður þekki ekki hlutfallið veit ég að langflestar stúlkur sem leiðast út í svo mikla neyslu lenda í ógeðslegu ofbeldi. Þær átta sig meira að segja ekki einu sinni sjálfar á því að það sé verið að misnota þær. Þær lenda oft og tíðum í greipum eldri manna sem halda að þeim fíkniefnum í annarlegu ástandi svo þeir geti misnotað þær. Þessir menn, sem oftar eru eldri og með hálfgerða hirð í kringum sig, nota líka oft unga drengi til að fremja afbrot, þjófnað og innbrot, sem fá fíkniefni að launum,“ segir Íris.

Konurnar segja útilokað að kasta tölu á fjölda þessara týndu barna. „Það er ómögulegt að vita hversu stór hópur þetta er. Þetta er mjög falið og þessu fylgir mikil skömm. En það er afar aðkallandi að þessum börnum verði komið til áhyggjufullar mæður Ómögulegt er að lýsa angistinni sem foreldrar upplifa þegar börnin þeirra hverfa inn í brenglaðan heim neyslunnar, jafnvel svo dögum skiptir, Viðtal hjálpar, því þangað til eru þau hreinlega í lífshættu,“ segir Lilja. „Ég verð líka oft fokill þegar ég heyri fólk gera lítið úr þessu þegar verið er að lýsa eftir hinu og þessu barninu. Þetta séu bara vandræðakrakkar sem eigi ekki að veita þessa miklu athygli með því að láta lýsa eftir þeim í fjölmiðlum. Lögreglan lýsir til að mynda oft ekki eftir þessum börnum fyrr en eftir tvo til þrjá daga, en sá tími fyrir barn í neyslu er auðvitað lífshættulegur tími. Það skortir verulega á skilning á því hversu alvarlegri stöðu þessi börn eru í.“

 

Börnin sem verða út undan

Á vef samtakanna, olnbogabornin.is, má finna helstu stefnumál þeirra. Þar er meðal annars kallað eftir því að forvarnarstarf gegn áhættuhegðun ungmenna verði bætt, unnin verði sérhæfð vímuefnaúrræði fyrir ungmenni, samvinna við foreldra og aðra aðstandendur verði efld til muna, ráðist verði í þverfaglegt starf vegna ungmenna með áhættuhegðun og eftirfylgni með ungmennum eftir meðferð verði aukin, sem og skilvirkni í dómskerfinu og samvinna við barnaverndaryfirvöld.

„Við þurfum að huga sérstaklega að geðheilbrigðismálum þessa hóps. Það skortir verulega á úrræði í þeim efnum fyrir börnin okkar. Um leið og þau verða átján ára detta þau inn á geðdeild sem meðhöndlar fíknivandann um leið, en þangað til eru afar fá áhrifarík úrræði í boði fyrir þau,“ segir Lilja.

„Við völdum þetta nafn á samtökin af því að olnbogabörnin eru börnin sem detta ofan í glufurnar í kerfinu. Úrræðin sem þó eru í boði gagnast vissulega sumum, en stór hópur þarf sérhæfðari úrræði,“ segir Íris. „Olnbogabörnin eru börnin sem lenda úti á kanti og leita þess vegna oft í neyslu fíkniefna. Þau passa ekki almennilega inn í hópinn, hafa jafnvel lent í einhverju, en eru velkomin í heim neyslunnar. Þeim er oft ýtt til hliðar, þau hunsuð og vandamál þeirra ekki viðurkennd.

“ Fram undan hjá Olnbogabörnum er að kynna starf samtakanna og helstu baráttumál fyrir almenningi. Samtökin halda úti áðurnefndri heimasíðu og svo hafa þau komið upp lokaðri Fésbókarsíðu fyrir áhugasama um vandann sem við er að etja, þar sem hægt er að skiptast á reynslusögum. Sá hópur telur hátt í tvö hundruð manns.

Spurðar hvort einhvern tímann verði hægt að koma upp kerfi sem henti fullkomlega fyrir alla svarar Lilja: „Sem samfélag eigum við bara að stefna á það. Eigum við að sætta okkur við eitthvað minna? Það er beinlínis hættulegt að sætta sig við að það sé ekki hægt að hjálpa öllum og þessu verði ekki breytt. Það er örugglega hægt að finna betra kerfi. Þessir krakkar enda líka oft sem mikil fjárhagsleg byrði á samfélaginu. Þetta eru ekki krakkar sem feta menntaveginn eða færa mikið til samfélagsins, nái þeir sér ekki upp úr neyslunni. Þetta fólk á venjulega ekki mikið milli handanna, er jafnvel án atvinnu, og kostar þjóðfélagið mikinn pening. Er ekki skynsamlegra að einblína á að bjarga þessum krökkum á meðan það er hægt? Við megum ekki gefast upp á þessum börnum.“

http://kjarninn.is/kerfi/wp-content/uploads/2014/01/2014_01_23.pdf