Málþing með Geðhjálp á Grand Hótel þann 23. október 2014
Félagið Olnbogabörnin hélt heils dags málþing með Landssamtökunum Geðhjálp um málefni ungmenna með tvíþættan vanda. Þá er átt við þann hóp sem er bæði að kljást við geðrænan vanda og áhættuhegðun og fíknsjúkdóma.
Upptökur frá málþinginu má nálgast á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/channel/UC-HOmA_ArSlpMMyHXJKkACw og hvetjum við alla sem misstu af málþinginu að skoða myndböndin.