Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu

Home / Viðtöl og fjölmiðlaumfjöllun / Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu

Fréttin birtist á Vísi þann 27.9.2014

Frásögn af 22ja ára konu sem svipti sig lífi á Vogi fyrir tveimur vikum vekur enn á ný upp spurningarnar um brotalamir í meðferðarúrrræðum hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við móður og ömmu Ástríðar Ránar Erlendsdóttur sem var langt leiddur fíkill og skildi eftir sig ungan son. Hún hóf neyslu þrettán ára og að baki eru óteljandi meðferðir. Mæðgurnar gagnrýna skorti á eftirfylgni og utanumhaldi við fíkla sem koma úr meðferð því utanaðkomandi þrýstingur í fyrra líferni sé sterkt afl og eldri menn nýti sér neyð fíknisjúkra kvenna. Vandinn varð stærri eftir að Ástríður varð lögráða átján ára.

Úrræðum fækkað um helming
Yfir 190 félagsmenn eru í Olnbogabörnum. Sigurbjörg Sigurðardóttir, einn stofnandi samtakanna bendir á að úrræðin fyrir unga fíkla séu aðallega þrjú: Háholt, Laugaland og Lækjarbakki  en á vegum Barnaverndarstofu er þó einnig sérstakt meðferðarúrræði sem fer fram á heimili fjölskyldunnar.

Úrræðunum hefur fækkað mikið og telst Sigurbjörgu til að þau hafi farið úr átta í fjögur á fáum árum eða fækkað um helming.

BUGL vísar barnungum neytendum frá
Sigurbjörg tekur undir með gagnrýninni í Fréttablaðsviðtalinu í dag og segir enga eftirfylgni við unga fíkla sem koma út úr meðferð. Þegar um börn yngri en 18 ára er að ræða sé síðan engin geðhjálp séu börnin með geðröskun og að neyta vímuefna. BUGL vísi þeim frá.

Tekið út úr fjárlögum
Þrír skólastjórar í nokkrum hverfum í Reykjavík höfðu hannað þróað úrræði svo hægt væri að taka strax á vanda barnanna og sinna eftirfylgni fyrir þau sem þess þurfa eftir meðferð. Úrræðið fékk byr undir báða vændi hjá stjórnvöldum, segir Sigurbjörg.

„Þetta var sett inn í fjárlagafrumvarp í fyrra fyrir 2014 áður, fyrir kosningar. Um leið og kosningarnar voru afstaðnar var þessi stuðningur tekinn út. Þetta úrræði kostar um 20 milljónir ár ári”, sagði Sigurbjörg í samtali við Stöð 2 í kvöld.

 

http://www.visir.is/helmingi-faerri-urraedi-fyrir-bornin/article/2014140929041