Minningarsjóður Einars Darra er að gera virkilega góða hluti en þau voru að gefa út fjórða forvarnarmyndbandið! Hér fyrir neðan er hlekkur á Youtube rásina þeirra en við hvetjum ykkur til þess að horfa á öll myndböndin! #egabaraeittlif Ég á bara eitt líf
Guðrún Hálfdánardóttir blaðakona á mbl.is hefur unnið greinaröð um málefni Olnbogabarna, virkilega vönduð og flott umfjöllun sem við hvetjum alla til að lesa! Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að skoða. https://www.mbl.is/frettir/malefni/bornin_okkar_og_urraedin/ Fjölmiðlaumfjöllun
Viðtalið birtist í Kjarnanum þann 23.01.2014 Auðginnt er barn í bernsku sinni. Svo segir málshátturinn. Börnin okkar treysta á okkur að vísa þeim veginn, vernda þau frá illu og vera til staðar fyrir þau þegar eitthvað bjátar á. Því miður geta foreldrar ekki alltaf komið börnum sínum til hjálpar [...]
Birtist í fréttatíma Stöðvar 2 þann 23.01.2015 http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVBFA623B1-1FEF-4977-8292-DE813406FA5D
Viðtalið birtist á Vísi þann 14.2.2014 Aldís Ósk Egilsdóttir er 24 ára gömul og hefur verið edrú í rúm þrjú ár. Hún byrjaði í neyslu þrettán ára gömul, fór inn á Stuðla í kjölfarið og flakkaði síðan milli meðferðarúrræða Barnaverndarstofu til átján ára aldurs. „Eftir að ég varð átján ára kom ég [...]
Fréttin birtist á Vísi þann 21.2.2014 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráð hjá þeim 1107 tilfelli þar sem leitað er af börnum á aldrinum 11 til 17 ára, undanfarin sex ár. Það er vitað að einhver þeirra leita á náðir sér eldri einstaklinga þegar þau láta sig hverfa [...]
Fréttin birtist á Vísi þann 27.9.2014 Frásögn af 22ja ára konu sem svipti sig lífi á Vogi fyrir tveimur vikum vekur enn á ný upp spurningarnar um brotalamir í meðferðarúrrræðum hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við móður og ömmu Ástríðar Ránar Erlendsdóttur sem var langt leiddur fíkill [...]
Fréttin birtist á Vísi þann 18.11.2014 „Á þessu eina og hálfa ári hafa átta ungmenni sem höfðu glímt við vímuefnafíkn dáið. Hvort sem þau hafa látist á beinan eða óbeinan hátt út af neyslu þá eru þetta allt ungmenni sem hafa verið í neyslu,“ segir Sigurbjörg Sigurðardóttir, einn stofnenda [...]