Fyrrum skjólstæðingar Laugalands mótmæla fyrirhugaðri lokun meðferðaheimilisins. Þau hafa stofnað vefsíðuna https://www.laugalandbjargadimer.is/ og undirskriftarlista máli sínu til stuðnings. Við hvetjum alla til að láta sig málið varða og skrifa undir
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum […]
Sláandi frétt sem sýnir stöðu mála í kerfinu! https://www.visir.is/g/2019190828927/modir-tilkynnti-sig-til-barnaverndar- Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það [...]
Hér fyrir neðan er tengill á streymi vegna málþings Allsgáðrar æsku sem fer fram í dag, 18. febrúar á milli kl. 17-19.
Í gær birtust fréttir þess efnis að Sýslumaður hafi samþykkt lögbann á starfsemi meðferðarúrræðis sem beðið hefur verið eftir síðan í apríl á þessu ári. Þykir okkur þetta lýsa gríðarlegri fáfræði og fordómum gagnvart börnum í vanda, veikum börnum! Hér er ekki verið að tala um börn í neyslu heldur búsetuúrræði EFTIR meðferð til að […]
Minningarsjóður Einars Darra er að gera virkilega góða hluti en þau voru að gefa út fjórða forvarnarmyndbandið! Hér fyrir neðan er hlekkur á Youtube rásina þeirra en við hvetjum ykkur til þess að horfa á öll myndböndin! #egabaraeittlif Ég á bara eitt líf
Við erum með stóran virkan hóp þar sem okkar vinna fer fram á facebook, endilega bætið ykkur í hópinn og takið þátt í að knýja fram úrbætur í málefnum barna í vanda!! https://www.facebook.com/groups/olnbogabornin/
Guðrún Hálfdánardóttir blaðakona á mbl.is hefur unnið greinaröð um málefni Olnbogabarna, virkilega vönduð og flott umfjöllun sem við hvetjum alla til að lesa! Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að skoða. https://www.mbl.is/frettir/malefni/bornin_okkar_og_urraedin/ Fjölmiðlaumfjöllun
Í kvöld, mánudaginn 27. nóvember kl. 21:00 að Stangarhyl 7 verður haldinn fundur um málefni barna í vanda!! Við viljum leggja aukið púður í baráttuna fyrir bættum úrræðum fyrir börnin okkar og leitum því til ykkar sem látið ykkur málefnið varða! Saman verðum við sterkari og háværari ! Endilega mætið sem flest. https://www.facebook.com/events/1949470552040587/
Okkur langar að vekja athygli á næsta fundi Náum áttum sem verður haldinn miðvikudaginn 8. febrúar á GRAND hótel á milli kl. 8.15-10:00. Skráning er á síðunni Náum áttum (naumattum.is)
Við tilkynnum með stolti að í gærkvöldi áttum við frábæran fund með Guðmundi Fylkissyni varðstjóra og afhentum honum Phantom 4 dróna ásamt tösku sem safnað var fyrir á síðunni okkar! Það er ljóst að dróninn mun koma af góðum notum í leit að týndu börnunum okkar. Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu tækisins, en við […]
Söfnunin okkar hefur ekki alveg gengið samkvæmt vonum. Við vorum beðnar um að halda henni opinni fram yfir mánaðamótin og munum við gera það, en stefnum á að loka henni sunnudaginn 2. október. Ábending kom einnig um að gera reikningsnúmer meira áberandi en ekki allir hafa tök á því að nota kreditkort til að styrkja […]
Við í stjórn Olnbogabarna leituðum eftir hugmyndum frá Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni um hvernig við gætum komið til liðs við þau í leitarverkefninu Týndu börnin. Taldi hann það geta nýst þeim mjög vel að fá dróna til notkunar við leit, en nú sérstaklega á sumarmánuðum hefur lögreglan þurft að leita að ungmennunum okkar á opnum svæðum […]
Þann 28. apríl næstkomandi munu hin ýmsu samtök standa að lausnaþingi sem ber yfirskriftina: Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“. Hvað getum við gert og hvers vegna er það mikilvægt? Það hefur lengi verið vitað að þegar börn með einhvers konar sérstöðu passa ekki í „kassann“ á kerfið erfitt með takast á við […]
Nýlega átti starfsmannafélag Arion banka 80 ára afmæli og af því tilefni ákvað bankinn að leggja fram 25 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann sem renna munu til góðgerðarmála sem tengjast börnum. Hver og einn starfsmaður fékk tækifæri til að velja félag og var félagið okkar svo heppið að hljóta 75.000 kr. styrk. Við óskum starfsmannafélaginu til […]
Arnar Jan Jónsson læknir hefur í samstarfi við Engilbert Sigurðsson og Heru Birgisdóttur búið til nýjan fræðsluvef um kannabis og skaðsemi þess. Aðstandendur síðunnar er Fræðslufélag fagfólks um kannabisneyslu, en það samanstendur af læknum, læknanemum og hjúkrunarfræðingi. Markmið félagsins er að stuðla að auknum forvörnum gegn notkun kannabis. Hér er hægt að lesa meira um aðdraganda þess [...]
Í dag kom út athyglisverð skýrsla Ríkisendurskoðunar en gerð var ítarleg úttekt á málefnum barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu á halda. Hægt er að skoða hana hér: Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga Í maí 2015 var gerð úttekt á stöðu barnaverndarmála á Íslandi og sú skýrsla er einnig áhugaverð, en hana er […]
Verkefnið hefur fengið fjárveitingu út árið og mun Guðmundur Fylkisson halda áfram sínu góða starfi!
Ósk um svör varðandi framhald tilraunaverkefnis lögreglunnar- Leit að týndum börnum. Neðangreint bréf var í kvöld sent á Sigríði Björk Guðjónsdóttur Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins; Til þeirra er málið varðar. Fyrir hönd samtakanna Olnbogabörnin lýsum við yfir eindreginni ánægju með 12 mánaða átaksverkefni lögreglunnar, undir stjórn Guðmundar Fylkissonar varðstjóra, sem snýr að því að [...]
Leitað er eftir þátttakendum í rannsókn af báðum kynjum 18 ára og eða eldri sem hafa alist upp á heimili með systkinum í vímuefnavanda. Markmið rannsóknar er ætlað að varpa ljósi á mikilvægi stuðnings til systkina unglinga í vímuefnavanda og fjölskyldna þeirra, efla og bæta þekkingu í vímuefnamálum auk þess að nýta niðurstöður til að […]
Fyrir um ári síðan sendu Olnbogabörnin fyrirspurn til Landlæknis varðandi fjölda ungmenna 25 ára og yngri, sem látist höfðu af völdum ofneyslu eiturlyfja (overdose). Nýlega fengum við svar og kemur þar fram að á árunum 2003-2012 létust 17 einstaklingar 25 ára eða yngri af völdum eitrunar eða fíkniefnaneyslu.
Næsta laugardag, þann 22. ágúst, ætlar vaskur hópur hlaupara að hlaupa í Reykjavíkur maraþoni til styrktar Olnbogabörnunum! Okkur langar að vekja athygli á þessu flotta fólki og hvetja þá sem mögulega geta til að heita á þau. Slóðin á áheitasöfnun Olnbogabarnanna er http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/480813-0570 Við erum gríðarlega þakklátar bæði hlaupurunum og þeim sem hafa [...]
Olnbogabörnin héldu morgunverðarfund með Geðhjálp til að fylgja eftir efni málþings sem haldið var síðasta október. Hér voru kynntar þær hugmyndir að breytingum sem viðeigandi aðilar leggja til sem skulu stuðla að bættri þjónustu fyrir þennan hóp ungmenna.
Til þeirra er málið varðar. Við í félaginu Olnbogabörnin, aðstandendur ungmenna með áhættuhegðun, óskum eftir svörum við eftirfarandi spurningum er varða úrræða- og aðgerðarleysi vegna vanda barnanna okkar, sem mörg hver hafa að okkar mati ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þau eiga rétt á lögum samkvæmt. Stór hluti foreldra þessara barna hefur upplifað það að […]
Málþing með Geðhjálp á Grand Hótel þann 23. október 2014 Félagið Olnbogabörnin hélt heils dags málþing með Landssamtökunum Geðhjálp um málefni ungmenna með tvíþættan vanda. Þá er átt við þann hóp sem er bæði að kljást við geðrænan vanda og áhættuhegðun og fíknsjúkdóma. Upptökur frá málþinginu má nálgast á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/channel/UC-HOmA_ArSlpMMyHXJKkACw og hvetjum [...]
Þeir sem vilja skrá sig í félagatal Olnbogabarnanna geta sent beiðni um skráningu með því að fylla út formið “Skráning í félagið” á Hafa samband síðunni. Fram þurfa að koma fullt nafn, netfang, kennitala, heimilisfang og símanúmer. Engin félagsgjöld eru innheimt af félagsmönnum. Skráðir félagsmenn munu fá send fréttabréf félagsins auk þess að fá frítt inn á […]
Aðgerðir í framhaldi af málþingi Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með tvíþættan vanda. Grand Hótel, Gullteig, fimmdaginn 12. mars kl 8.15. Fundarsjtóri Helgi Seljan.
Viðtalið birtist í Kjarnanum þann 23.01.2014 Auðginnt er barn í bernsku sinni. Svo segir málshátturinn. Börnin okkar treysta á okkur að vísa þeim veginn, vernda þau frá illu og vera til staðar fyrir þau þegar eitthvað bjátar á. Því miður geta foreldrar ekki alltaf komið börnum sínum til hjálpar eða veitt þeim þá aðstoð sem […]
Birtist í fréttatíma Stöðvar 2 þann 23.01.2015 http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVBFA623B1-1FEF-4977-8292-DE813406FA5D
Viðtalið birtist á Vísi þann 14.2.2014 Aldís Ósk Egilsdóttir er 24 ára gömul og hefur verið edrú í rúm þrjú ár. Hún byrjaði í neyslu þrettán ára gömul, fór inn á Stuðla í kjölfarið og flakkaði síðan milli meðferðarúrræða Barnaverndarstofu til átján ára aldurs. „Eftir að ég varð átján ára kom ég mér í svo mikið […]